Tilkynning frá bráðamóttöku Suðurnesja
Álag á bráðamóttökuna er gífurlegt þessa dagana og viljum við því biðla til fólks að sýna starfsfólki biðlund og leita frekar til heilsugæslunnar vegna almennra veikinda og langvinnra vandamála án bráðrar versnunar.<br />Biðtími eftir þjónustu á bráðamóttöku er langur og er erindum sem þangað koma forgangsraðað eftir alvarleika. Það er því rík ástæða fyrir fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru áður en leitað er þangað. Kær kveðja starfsfólk bráðamóttökunnar